föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsbankamót Sörla um helgina

18. febrúar 2015 kl. 13:36

Frá Landsbankamóti Sörla. Mynd/Dalli

Keppt í ellefu mismunandi flokkum.

Fyrsta Landsbankamót vetrarins verður haldið laugardaginn 21. febrúar næstkomandi og hefst það stundvíslega kl. 13 að Sörlastöðum í Hafnarfirði að fram kemur í tilkynningu frá mótanefnd Sörla.

 

Dagskrá og keppnisflokkar:

 • Skeið (100m)
 • Pollar teymdir 
 • Pollar 
 • Börn
 • Unglingar
 • Ungmenni
 • Heldri menn/konur
 • 3. flokkur
 • 2. flokkur
 • 1. flokkur
 • Opinn flokkur

"Nánar um pollana:
Þar sem reiðhöllin verður lokuð vegna framkvæmda verða pollakeppnin út í hvíta gerðinu svo framarlega að veðrið verði skaplegt. 

Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Sörla. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í einhverjum þeirra.

Landsbankamótaröðin er þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, auk þess sem keppendur safna stigum úr öllum þremur mótunum og verða stigahæstu knaparnir í hverjum flokki verðlaunaðir á síðasta mótinu.

1.sæti gefur 11 stig
2.sæti gefur 8 stig
3.sæti gefur 6 stig
4.sæti gefur 5 stig
5.sæti gefur 4 stig

1 stig fæst fyrir þá sem taka þátt.

Á þessu móti er keppt í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms eftir útgefinni rásröð. Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti eftir fyrirmælum þular. Auk þessa er keppt í 100 m. skeiði. Riðnir tveir sprettir og gildir besti tíminn úr öðrum hvorum sprettinum.  Sjá nánar reglur mótraðarinnar hér:  Reglur

Skráning: 

Skráningargjald er það sama og í fyrra og í hitti fyrra kr. 2000 fyrir alla flokka nema polla kr. 500 og skeið sem er kr.1500 krónur. 

Skráning fer fram í dómpalli föstudaginn 20. febrúar frá kl. 18 - 21. Athugið að ekki er tekið við skráningum á annan hátt.
Greiða þarf skráningargjald um leið og skráð er á mótið. Hægt verður að greiða með kortum, posi á staðnum.

Hvetjum við alla til að taka þátt og byrja að sanka að sér stigum," segir í tilkynningunni.