miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsbankamót II

14. mars 2014 kl. 16:47

Ríkharður Flemming og Leggur frá Flögu Mynd: Hestamannafélagið Sörli

Keppendur í ungmenna- og fullorðinsflokkum mega skrá annan hest í opinn flokk

Annað Landsbankamót vetrarins verður haldið á morgun, laugardaginn 15. mars. Hefst það stundvíslega kl. 11.00 að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Mótin eru opin öllum skuldlausum félagsmönnum Sörla.

Að beiðni yfirþjálfara og reiðkennara var óskað eftir því að flokkar unglinga og ungmenna myndu ekki skarast á við keppnisnámskeið sem þau eru á.  Mótanefndin tók að sjálfsögðu vel í þá beiðni og því dagskráin með aðeins breyttu sniði frá því síðast.

Keppnisflokkar og áætluð dagskrá:

Aætl. tími 

11:00 - 11:30 Skeið

11:30 - 11:45 Börn

11:45 - 12:00 3 flokkur

12:00 - 12:15 2 flokkur

Hádegishlé 

13:30 - 13.45 Pollar / Pollar teymdir

13.45 - 14:00 Unglingar

14:00 - 14:15 Ungmenni

14:15 - 14:30 50+

14:30 - 14:45 1 flokkur

14:45 - 15:00 Opinn flokkur

15:00 lok 

Athugið að aðeins eru um áætlaðan tíma og mikilvægt fyrir keppendur að fylgjast vel með og vera tilbúinn þegar flokkurinn á undan er í braut.  Við verðlaunaafhendingu flokksins á undan eiga keppendur  næsta flokk á eftir að vera komnir á brautarendann alveg klárir í slaginn.

Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að keppendur í ungmenna- og fullorðinsflokkum mega skrá annan hest í opinn flokk auk þess að keppa í sínum flokk en keppendur geta einungis safnað stigum í einum flokk.

Keppt er í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms. Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti (fegurðartölti), eftir fyrirmælum þular. Ef keppendur eru 20 eða færri skráðir í flokk skipar dómari 5 efstu hesta í sæti. Séu keppendur 21 eða fleiri skráðir í flokk velur dómari 10 efstu hesta sem ríða úrslit. Að þeim loknum velur dómari 5 efstu hesta í sæti.

Auk þessa er keppt í 100 m. skeiði. Riðnir tveir sprettir og gildir besti tíminn úr öðrum hvorum sprettinum. 

Skráning

Skráningargjald er það sama og í fyrra kr. 2000 fyrir alla flokka nema polla og skeið sem er kr.1500 krónur.

ATH. SKRÁNING FER EINGÖNGU FRAM Á WWW.SKRANING.IS. EKKI VERÐUR TEKIÐ VIÐ SKRÁNINGUM Á ANNAN HÁTT. SKRÁNINGU LÝKUR í KVÖLD Á MIÐNÆTTI.

Öllum fyrirspurnum um skráningu skal beint á tölvupóstfangið motanefndsorla(hjá)gmail.com.

Keppendur athugið: Keppnisnúmer eru afhent í dómpalli laugardaginn 15. feb. milli kl: 10-10.30 fyrir flokka sem eru fyrir hádegi og svo aftur milli 12-12.30 fyrir flokka sem eru eftir hádegi.

Biðjum við keppendur vinsamlega að virða þessa tíma þ.s. starfsmenn í dómpalli mega ekki verða fyrir truflun á meðan á keppni stendur.