þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lagt upp á Landsmót

24. júní 2014 kl. 16:30

Ferðasaga

Framundan er landsmót hestamanna Hellu og einmitt þangað ætlar dágóður hópur hestamanna frá Akureyri að fara.

Í dag lagði af stað ríðandi frá Akureyri á landsmót góður hópur félaga og vina og að ég held eini hópurinn sem ætlar þangað ríðandi. Stefnan er tekin á Kjöl á suðurleiðinni og Sprengisand á heimliðinni.

Voru í hópnum ca. 40 hross 7 manns en það eru rekstrarkóngarnir Tobías Sigurðsson, Kjartan Helgason, Áslaug Kristjánsdóttir, Katrín Birna Barkardóttir, Birna Björnsdóttir, Bogi Hólm og Kristín Ragna. Hólgeir Valdemarsson mun fylgja þeim á fjórum hjólum og stjórnast í þeim.

Í gömlu fréttinni er myndin er tekin norðan Akureyrar í Kræklingahlíð í upphafi ferðar 1978.  Og fer fyrir hópnum Haraldur Guðmundsson og að baki hans, Aðalstein Magnússon á Grundarrauð. Knapinn að baki Aðalsteins er Sigurlaug Stefánsdóttir og stundar hún enn útreiðar af kappi. Þetta var mikið mannval líkt og lagði upp í dag.

Óskum við þeim góðs gengis á ferðalaginu og hlakkar okkur til að sjá þau hress og kát á Landsmóti.

Ljósmyndari er Sigfús Helgason og er fréttin fengin á www.eldjarn8.123.is