sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lágmörk lækkuð á FM

22. júní 2015 kl. 10:19

Sara frá Lækjarbrekku 2, knapi Friðrik Hrafn Reynisson. Mynd/Jón Björnsson.

Skráning á kynbótasýningu á Fjórðungsmóti Austurlands.

Dagana 2.-5. Júlí verður verður fjórðungsmót Austurlands haldið á Stekkhólma.  Fagráð í hrossarækt gaf í upphafi árs út lágmörk fyrir kynbótahross inn á kynbótasýningu mótsins en fagráð hefur ákveðið að lækka lágmörkin í öllum flokkum um tíu stig og eru þau nú eftirfarandi:

Alhliðahross - Aðaleink     

Stóðhestar 7 vetra og eldri   - 8,15
Stóðhestar 6 vetra - 8,10
Stóðhestar 5 vetra - 8,00
Stóðhestar 4 vetra - 7,85
Hryssur 7 vetra og eldri - 8,05
Hryssur 6 vetra - 8,00
Hryssur 5 vetra - 7,90
Hryssur 4 vetra - 7,75

Klárhross / Aðaleink    

Stóðhestar 7 vetra og eldri  - 8,05
Stóðhestar 6 vetra - 8,00
Stóðhestar 5 vetra - 7,90
Stóðhestar 4 vetra - 7,75
Hryssur 7 vetra og eldri - 7,95
Hryssur 6 vetra - 7,90
Hryssur 5 vetra - 7,80
Hryssur 4 vetra - 7,65

Rétt til þátttöku í kynbótasýningu mótsins hafa hross sem náð hafa lágmörkum fyrir Fjórðungsmót og eru ræktuð eða í eigu félagsmanna þeirra hestamannafélaga sem eiga þáttökurétt á mótinu.  Búið er að stofna sýninguna í WorldFeng og eigendur hrossanna verða að skrá þau inn í mótið fyrir 25. Júní.  Þeir stóðhestar 5. vetra og eldri sem ekki hafa komist í kynbótadóm í vor vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun og eru af þeim félagssvæðum sem eiga þátttökurétt á mótinu er heimilt að koma í fullnaðardóm á kynbótasýningu Fjórðungsmótsins.

Sýningargjöld í kynbótasýningu Fjórðungsmótsins verða innheimt samkvæmt gjaldskrá RML, eða 16.700 kr fyrir reiðdóm hjá þeim hrossum sem koma inn á lágmörkum og 21.700 kr fyrir fullnaðardóm stóðhesta sem ekki komust í dóm í vor vegna verkfalls.