föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lágmarkseinkunnir fyrir Íslandsmót

19. mars 2015 kl. 10:19

Gústaf Ásgeir Hinriksson og Geisli frá Svanavatni.

Keppnispar þarf að ná lágmarkseinkunn til að hljóta þátttökurétt.

Samkvæmt lögum og reglum LH ber keppnisnefnd að gefa út lágmörk fyrir Íslandsmót á hverju ári, 3 mánuðum fyrir Íslandsmót.  Það er parið, hesturinn og knapinn sem ná þurfa eftirfarandi lágmörkum.   Vakin er athygli á því að einkunnir parsins mega vera allt að tveggja ára gamlar.

Samkvæmt tilkynningu frá keppnisnefnd LH var ákvörðun tekin um að setja einkunnarlágmörk þar sem gömlu meistaraflokkslágmörkin voru og eru þau sem hér segir:

  • Tölt  T1                                     6,5
  • Fjórgangur V1                      6,2
  • Fimmgangur F1                                     6,0
  • Tölt T2                                       6,2
  • Gæðingaskeið PP1           6,5
  • Fimi                                            5,5
  • 250 m skeið                          26 sekúndur
  • 150 m skeið                          17 sekúndur
  • 100 m skeið                          9 sekúndur