þriðjudagur, 25. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Læknisskoðun

24. júlí 2012 kl. 09:02

Læknisskoðun

Eins og áður var auglýst mun fara fram læknisskoðun á öllum hrossum sem taka þátt í Íslandsmóti Yngri flokka sem fram fer á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 26-29 júlí 2012. Mun þessi læknisskoðun taka örfáar mínótur og ekki hafa nein truflandi áhrif á hestana að neinu leiti. Hvert hross þarf eingöngu að mæta einu sinni í læknisskoðun. Mörg hross eru skráð til leiks á Íslandsmótinu og því knapar beðnir um að vera tímanlega í þessum skoðunum þannig að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig.

Læknisskoðun mun fara fram í Rangárhöllinni á fimmtudeginum 26.júlí frá kl 7:30 til kl 15:00 og svo á föstudeginum 27.júlí kl 13:00 til kl 17:00.