laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lækningamáttur hestamennskunnar

23. maí 2014 kl. 12:00

Eiðfaxi heimsótti Halakot á dögunum og myndaði samheldna fjölskyldu í túninu heima með höfðingjunum Glóðafeyki frá Halakoti og Oddi frá Selfossi. Fjölskyldan í Halakoti prýðir forsíðu 5. tbl. Eiðfaxa.

Fjölskyldan í Halakoti í Eiðfaxa.

Eitt er hægt að segja um Einar Öder Magnússon – honum er aldrei orðavant. Hestamennska hefur marga snertifleti og viðfangsefni viðtalsins vefst því fyrir okkur. Eigum við að tala um hestmat, viðmið, keppni eða ræktun? Reiðmennsku, kennslu, þróun, menn eða sögu? Hvar sem tæpt er á málefninu virðast sögur og myndlíkingar Einars bera boðskap sem vert er að birta.

Hjónin Einar Öder Magnússon og Svanhvít Kristjánsdóttir í Halakoti ræða um þeirra hjartans mál, reiðmennsku, hross og veikindi sem hafa breytt viðhorfum þeirra til tilverunnar í viðtali í 5. tbl. Eiðfaxa sem kemur út í næstu viku.