laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lækka í áhættuflokki

7. febrúar 2014 kl. 09:00

Tímamótasamningur FT og VÍS

Nú á dögunum undirritaði FT tímamótasamning við VÍS.

Um er að ræða samning sem tryggir skuldlausum félagsmönnum frábært kjör á þeim forsendum að um fagfólk sé um að ræða.

Hingað til hefur menntað tamningafólk og fagfólk í greininni verið metið í hæsta áhættuflokki þegar iðgjöld eru ákvörðuð.

Með þessum samningi býðst félagsmönnum að tryggja sig sem atvinnumanneskju og við það lækka iðgjöldin umtalsvert. Dæmi má nefna að sumar trygginar lækka um 40 - 50 % og félagsmenn fara nú úr áhættuflokki 7 niður í áhættuflokk 4. 

Elísas Þórhallsson, tamningamaður og starfsmaður hjá VÍS hefur unnið að þessum málum í samstarfi við stjórn FT. Elías segir að grundvöllur fyrir því að lækka iðngjöld fagfólks er að menntað tamningafólk og fagfólk í hestamennsku sé síður líklegt til að slasa sig á hestbaki miðað við aðra. Þess vegna ætti áhætta þeirra að vera metin í samræmi við áhættu fagfólks í öðrum stéttum.

Skuldlausum félögum FT mun nú bjóðast ýmsar tryggingar á frábærum kjörum hjá VÍS og hvetjum við félagsmenn til að hafa samband við VÍS og fara yfir tryggingamál sín.