miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lækjamót ræktunarbú ársins

4. nóvember 2014 kl. 11:06

Ræktunarbú ársins var Lækjamót

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts.

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts var haldin laugardagskvöldið 1. nóv síðast liðinn. Ræktunarbú ársins var að þessu sinni Lækjamót og knapi ársins var Ísólfur Líndal Þórisson, einnig frá Lækjamóti.

Önnur verðlaun má sjá hér að neðan en þrír efstu knapar í hverjum flokki fengu viðurkenningu.

1. flokkur

1 sæti Ísólfur L Þórisson
2 sæti Tryggvi Björnsson
3 sæti Fanney Dögg Indriðadóttir

2. flokkur

1 sæti Jónína Lilja Pálmadóttir
2 sæti Stella Guðrún Ellertsdóttir
3 sæti Sigrún Eva Þórisdóttir

Ungmennaflokkur

1 sæti Helga Rún Jóhannsdóttir
2 sæti Kristófer Smári Gunnarsson
3 sæti Birna Olivia Agnarsdóttir

Ræktunarbú ársins er eins og áður sagði Lækjamót en það munaði aðeins einu stigi á því og búinu sem var í 2.sæti sem var Grafarkot. Syðri-Reykir voru í 3.sæti.

Hæst dæmdi stóðhesturinn og hæst dæmda hryssan voru Karmen frá Grafarkoti og Askur frá Syðri-Reykjum. Karmen frá Grafarkoti er undan Álfi frá Selfossi og Klassík frá Grafarkoti. Ræktendur eru Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson og eigandi er Sigurður Örn Ágústsson. Kostir: 8,32 Sköpulag: 8,09 Aðaleinkunn: 8,23. Askur frá Syðri-Reykjum er undan Akk frá Brautarholti og Nös frá Syðri-Reykjum. Ræktandi er Helga Una Björnsdóttir og eigandi er Haukur Baldvinsson. Kostir: 8,59 Sköpulag: 8,13 Aðaleinkunn: 8,41

         

Verðlaunuð voru 3 efstu hross í hverjum flokk:

4 vetra hryssur

Vík frá Lækjamóti a.e. 8,08
Ósvör frá Lækjamóti a.e. 7,92
Sóldögg frá Áslandi a.e. 7,81

5 vetra hryssur

Vitrun frá Grafarkoti a.e. 7,95
Hellen frá Bessastöðum a.e. 7,90
Áróra frá Grafarkoti a.e. 7,85

5 vetra stóðhestar

Brimnir frá Efri-Fitjum a.e. 8,35
Karri frá Gauksmýri a.e. 8,15

6 vetra hryssur

Vinátta frá Grafarkoti a.e. 8,02
Birta frá Áslandi a.e. 7,97
Snælda frá Miðhópi a.e. 7,89

Stóðhestar 6 vetra

Askur frá Syðri-Reykjum a.e. 8,41

7 og eldri vetra hryssur

Karmen frá Grafarkoti a.e. 8,23
Sigurrós frá Lækjamóti a.e. 8,17
Ára frá Syðri-Reykjum a.e. 8,14

Stóðhestar 7 vetra og eldri

Safír frá Efri-Þverá a.e. 8,17
Hrammur frá Efra-Núpi a.e. 8,12

 

Hægt er að sjá myndir frá uppskeruhátíðinni HÉR