miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lækjamót heildarsigurvegarar

25. ágúst 2019 kl. 10:30

Siguroddur og Eldborg frá Haukatungu Syðri 1

Dælismótið fór fram á föstudag en hátt í 200 manns voru í mat um kvöldið.

 

Eins og Eiðfaxi greindi frá að þá var Dælismótið haldið á föstudaginn. Mótið ber nafn sitt af bænum Dæli þar sem það fer fram. Lagt er upp úr því að mynda skemmtilega stemmingu og að mótinu loknu var boðið uppá hlaðborð en hátt í 200 manns borguðu sig inn á hlaðborðið og áttu skemmtilega kvöldstund. 

Liðin sem tóku þátt voru Gauksmýri, Dæli, Gröf, Grafarkot, Lækjamót og Skáney.


Siguroddur stóð eftur í  tölti með 7.78 í einkunn á Eldborg frá Haukatungu Syrði en Siguroddur keppti  fyrir Dæli. Randi Holaker og Þytur frá Skáney voru hlutskörpust í fimmgangi og var einkunn þeirra 7,50. Randi keppti fyrir Skáney. Það var Guðný Margrét Siguroddsdóttir á Reyk frá Brennistöðum sem sigraði þegar keppt var í bjórtölt, en hún keppti fyrir Dæli. Haukur Bjarnason og Ísar frá Skáney urðu efstir í fjórgangi með 7,0 í einkunn en Haukur keppti fyrir Skáney.


Lækjamót vann í heildarstiga keppninni en þau hlutu silfur í öllum greinum og því með bestan heildarárangur. Skáney og Dæli voru jöfn að stigum en Skáney hlaut silfur þar sem þau unnu búningakeppnina.


Í verðlaun voru sólgleraugu merkt mótinu og þvi sæti sem folk lenti í 

Öll úrslit mótsins

Fimmgangur

 

Randi og þytur fyrir skáney 7.50

Guðmar og Návist 6,57  fyrir Lækjamot

‘Oli og kvistur 6.50 fyrir Dæli

Herdís og Trúboði 6.12 Grafarkot

Hörður og Sámur frá Gröf 6

Jóhann og Sigurrós frá Gauksmýri 5.67

 

Fjórgangur

 

Haukur og íssar frá Skáney  7.0

Birna og ármey fyrir lækjamót 6,73

Eysteinn og Þokki fyrir Gauksmýri 6,47

Fanney og erla fyrir Grafarkot 6,30

Haffí og álfhildur fyrir Dæli 5,93

Anne og álma fyrir Gröf 5,83

 

Tölt

 

Siguroddur og Eldborg fyrir Dæli 7,78

Vigdís og Daniel fyrir Lækjamót 7,22

Kristín Eir og Sóló fyrir Skáney 6,39

Rakel Gígja og ísó fyrir Grafarkot 6,28

Jessie og Ásta fyrir Gröf 5,72

Sverrir og einhver frá Höfðabakka fyrir Gauksmýri 5,39

 

Bjór T2

 

Guðný á Reyk fyrir Dæli 7,36

Sonja á Björk fyrir Lækjamót 7,29

Kolla  og stapi fyrir Gauksmýri 7,14

Kolbrún á Stuðull fyrir Grafarkot 6,93

Marte og sigur-skúfur fyrir Skáney 6,32

Margrét og Smári fyrir Gröf 6,32