miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynningarfundur vegna landsliðsverkefna

21. mars 2011 kl. 12:35

Kynningarfundur vegna landsliðsverkefna

Boðað verður til kynningarfundar landsliðsnefndar og nýrra liðsstjóra um verkefni landsliðsins í Austurríki 2011. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 24. mars kl. 20 í félagsheimili Fáks. Hér gefst hestamönnum tækifæri á að kynna sér betur verkefni nýrra landsliðsstjóra en mælst er til þess að þeir sem hafa áhuga á að undirbúa sig fyrir úrtöku láti sjá sig.

Fundarefni:
- Lykill að vali íslenska landsliðsins
- Reglur og breytingar á keppnisreglum
- Úrtökustaður
- Mótsstaður HM í Austurríki
- Ferðatilhögun

Boðið verður upp á kaffi.

Sambærilegur fundur verður haldinn í Top Reiter höllinni á Akureyri þann 30. mars.