sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynningarfundur um Knapamerkin

1. desember 2009 kl. 11:53

Kynningarfundur um Knapamerkin

Helga Thoroddsen verður með almenna kynningu á Knapamerkjunum Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (ÍSÍ húsinu við hlið Laugardalshallarinnar) þriðjudaginn 8.des. kl.19.30.

Kynningin er ætluð öllum sem hafa áhuga á að afla sér upplýsinga um Knapamerkin, markmið þeirra, hugmyndafræði, kennslu og próf.

Reiðkennarar, leiðbeinendur,  nemendur, foreldrar og umsjónaraðilar námskeiða  eru eindregið hvattir til að mæta!

Landssamband hestamannafélaga og Félag Tamningamanna