sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynningarfundur um HM2013

27. nóvember 2012 kl. 15:13

Kynningarfundur um HM2013

Íslandsstofa undirbýr þátttöku íslenskra fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði Heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem fram fer í Berlín, Þýskalandi dagana 4.-11. ágúst 2013, með kynningarfundi sem fer fram 4. desember kl. 10-11 í Borgartúni 35. 

 
"Um er ræða frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að kynna sig og selja vörur og þjónustu meðan á mótinu stendur en verður þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í stórborg.
 
Heimsmeistaramótið er einn stærsti vettvangur íslenska hestsins um heim allan. Nítján þjóðir hafa keppnisrétt á mótinu og má búast við allt að 20.000 gestum þá sjö daga sem það stendur yfir.
 
Líkt og þekkist á landsmóti hér heima er gert ráð fyrir stóru sölu- og sýningarsvæði þar sem fyrirtæki, tengd hestamennsku eða úr öðrum greinum, geta kynnt og boðið vörur sína og þjónustu til sölu. Íslandsstofa hefur tekið frá 300 fm. sölutjald á sýningarsvæðinu.
 
Af þessu tilefni mun Íslandsstofa halda kynningarfund um fyrirkomulagið á sýningunni þriðjudaginn 4. desember kl. 10 í Borgartúni 35. 
Vinsamlega skráið þátttöku á fundinn á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.
 
Nánari upplýsingar veitir Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa.is og Aðalsteinn H. Sverrisson, adalsteinn@islandsstofa.is eða í síma 511 4000."