fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynningarfundur á kynbótamati

Óðinn Örn Jóhannsson
28. nóvember 2018 kl. 09:16

Kynbótabrautin á LM2018.

Á fundinn kemur Dr. Elsa Albertsdóttir og kynnir útreikning á kynbótamatinu.

Hrossaræktarsamtök Suðurlands standa fyrir opnum kynningarfundi á kynbótamati Íslenska hestsins. Fundurinn verður haldinn í Hliðskjálf, félagsheimili hestamanna á Selfossi, miðvikudaginn 5.desember nk. kl 20:00. Áætluð fundarlok eru klukkan 22:00. 

Á fundinn kemur Dr. Elsa Albertsdóttir og kynnir útreikning á kynbótamatinu þannig að hrossaræktendur og áhugafólk um hrossarækt geti áttað sig að einhverju leyti á því hvernig kynbótamatið er reiknað.

Félagsfólk er hvatt til að mæta og endilega að taka með sér gesti.

Kaffiveitingar í boði samtakanna

Stjórn HS