miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynningafundur og afhending knapamerkjaskírteina

25. nóvember 2009 kl. 09:55

Kynningafundur og afhending knapamerkjaskírteina

Æskulýðsdeild og Fræðsludeild Fáks hafa staðið fyrir öflugu námskeiðahaldi á veturna. Nú sem endra nær verður boðið upp á mikinn fjölda af námskeiðum af öllum stærðum og gerðum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kynningafundur verður haldinn miðvikudaginn 25. nóvember í félagsheimili Fáks og hefst hann kl. 20:00. Skráning á námskeiðin verður svo auglýst síðar.

Einnig verður útskrift vegna knapamerkjanámskeiðanna sl. vetur og allir þeir sem voru á þeim námskeiðum, bæði fullorðnir og unglingar, eiga að mæta á fundinn.

Ásamt sýnikennslu og fræðslufundum verður m.a. boðið upp á eftirfarandi námskeið í vetur;

  • Knapamerkjanámskeið, bæði fyrir unglinga og fullorðna
  • Almenn námskeið
  • Einkatímar
  • Keppnisnámskeið
  • Byrjendanámskeið
  • Járningarnámskeið
  • Nuddnámskeið (fyrir hrossin að sjálfsögðu)
  • Monty Roberts námskeið ofl.

 

 

 

Hlökkum til að sjá ykkur

 

Fræðsludeild og æskulýðsdeild Fáks