miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynning á smelluþjálfun og beisli án méla

13. apríl 2011 kl. 09:02

Kynning á smelluþjálfun og beisli án méla

Í kvöld miðvikudaginn 13. apríl kl. 20 verður 
Linda Karen Gunnarsdóttir með kynningu á smelluþjálfun fyrir hesta og Beisli án Méla að Sörlastöðum í Hafnafirði.

Í fréttatilkynningu frá fræðslunefnd Sörla kemur fram að virkni beislisins verði sýnd í reið og verða orsakir hegðunarvandamála, öndunarerfiðleika og kláða í andliti ræddar. Linda Karen sýnir okkur líka hvernig hún nýtir sér  smelluþjálfun, á sýningunni verður hún með tvær hryssur sem hún hefur þjálfað með þessum hætti.  Með smelluþjálfun er námshraði hestsins aukinn til muna þar sem aðferðin gerir knapanum kleift að segja hestinum nákvæmlega hvaða hegðun það er sem knapinn vill sjá hjá honum Þetta getur því verið mjög áhrifaríkt tæki í verkfærakassann.

Nánar um beislið hér:  www.beisli.net

Óhætt er að segja að Linda Karen fari ekki troðnar slóðir í nálgun sinni í þjálfun hesta og er því spennandi að sjá hennar aðferðir.

Aðgangur er ókeypis, boðið verður upp á kaffi og kleinur.