sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynna nýja keppnisgrein á afmælishátíð FT

25. janúar 2011 kl. 10:45

Oddur frá Selfossi, knapi Einar Öder Magnússon

Eyjólfur kominn í gírinn

Vinnuhópur í FT vinnur nú að útfærslu nýrrar keppnisgreinar, sem verður kynnt á afmælishátíð félagsins í Reiðhöllinni í Víðidal 19. febrúar. Í hópnum eru tamningameistarar FT: Eyjólfur Ísólfsson, sem stýrir verkefninu, Benedikt Líndal, Sigurbjörn Bárðarson, Reynir Aðalsteinsson og Þórarinn Eymundsson. Einnig eru í hópnum Atli Guðmundsson, Trausti Þór Guðmundsson og Sigrún Ólafsdóttir, formaður FT.

Hin nýja keppnisgrein er náskyld gæðingafimi, eins og við þekkjum hana úr Meistaradeild í hestaíþróttum. Sambland af gangtegundum, fimiæfingum og fjálsum æfingum. Margar hugmyndir eru upp á borðinu um nýjar útfærslur. Til dæmis er rætt um nokkur mismunandi erfiðleikastig, til að sem flestir geti þreytt keppnisgreinina á sínum forsendum, miðað við reynslu og hæfni.

Rétt er að rifja upp að það var Eyjólfur Ísólfsson sem hannaði gæðingafimina á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Hestablaðsins er karlinn kominn í gírinn og fer mikinn í nýjum hugmyndum. Fyrst var keppt í gæðingafimi á FM1993 á Vindheimamelum og var það Einar Öder Magnússon sem sigraði þar með glæsibrag á stóðhestinum Oddi frá Selfoss. Oddur er ennþá á lífi, en ekki fylgir sögunni hvort að Öderinn verði með "comeback" á Oddi á afmælishátíðinni.