miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Myndarlegir og prúðir folar"

24. desember 2014 kl. 13:00

Teigur frá Auðsholtshjáleigu

BLUP sprengjur í tamningu.

Flestir nota haustinn í frumtamningar og flestir eflaust komnir langt á veg með þær. Gaman er að velta fyrir sér unghrossum sem gætu leynst í hesthúsum víða um land og eru nokkrar BLUP bombur á tamningaldri. Efstur í hópi stóðhestahesta eru þeir Tindur og Teigur, báðir frá Auðsholtshjáleigu en þeir eru með 126 í kynbótamati. Rétt á eftir þeim er annar hestur frá Auðsholtshjáleigu, Vaki .

Allir þessir hestar eiga það sameiginlegt að vera undan heiðurverðlaunahryssum en þær hlutu allar heiðursverðlaun 2011. Tindur er undan Orradóttirinn Gígju frá Auðsholtshjáleigu en hún hlaut Glettubikarinn. Tindur er því bróðir Hrafnars frá Auðsholtshjáleigu sem gerði það vel á síðast Landsmóti í A flokki gæðinga. Faðir Tinds er Toppur frá Auðstholtshjáleigu en Vaki er einnig undan honum. Móðir Vaka er Vordís frá Auðsholtshjáleigu. Teigur er undan Mjölni frá Hlemmiskeiði og Trú frá Auðsholtshjáleigu en Trú hefur gefið mörg fyrstu verðlauna afkvæmi þ.á.m. Topp og Ternu frá Auðsholtshjáleigu.

"Þeir eru allir orðnir vel reiðfærir og voru mjög skemmtilegir í tamningu. Þeir eru þjálir allir saman og jákvæðir. Ganglagið er skemmtilegt en þeir sýna allan gang og eru hreyfinga miklir." segir Þórdís Erla Gunnarsdóttir tamningamaður í Auðsholtshjáleigu. "Þetta eru myndarlegir og prúðir folar. Teigur svipar mjög til föður síns í útliti, hann er mjög stór og myndarlegur hestur. En mér finnst hann að sama skapi mjög líkur systkinum sínum svona af stað. Tindur og Vaki eru líka skemmtileg blanda af foreldrunum. Tindur fer mjög svipað af stað og systkini hans hafa gert, brokkar og grípur í tölt. Vaki er eðlisgengur á tölti og brokkar skemmtilega."

Efstu stóðhestarnir í kynbótamati á tamningaaldri

IS2011187017 Tindur frá Auðsholtshjáleigu 126
IS2011187018 Teigur frá Auðsholtshjáleigu 126
IS2011187015 Vaki frá Auðsholtshjáleigu 125
IS2011158309 Fókus frá Hólum 125 F: Vilmundur frá Feti M: Þilja frá Hólum
IS2011187660 Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum 124 F: Orri frá Þúfu M: Álfadís frá Selfossi
IS2011136443 Stjörnugnýr frá Litla-Laxholti 124 F: Spuni frá Vesturkoti M: Þoka frá Laxholti