föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótasýningum frestað

odinn@eidfaxi.is
1. júlí 2014 kl. 15:22

Telma frá Steinnesi var ein þeirra sem sýnd var í rignungunni í dag.

Veðrið ekki boðlegt fyrir yngstu hryssurnar.

Ákveðið hefur verið að fresta kynbótasýningum Landsmóts, amk. til kl. 20.00 í kvöld.

Að sögn Péturs Halldórssonar sýningarstjóra kynbótahrossa verður ákveðið þá hvert framhaldið verður. Nú er dómum 5 vetra hryssna lokið. Ekki þótti ráðlagt að hefja dóma 4 vetra hryssna í því veðri sem nú gengur yfir.

Nánar verður fjallað um framhald kynbótasýninga þegar fréttir berast.