miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótasýningin í Zachow

27. apríl 2010 kl. 13:50

Kynbótasýningin í Zachow

Dagana 27. - 30. maí næstkomandi verður stærsta kynbótasýning ársins í Þýskalandi haldin í Zachow. Auk kynbótadóma verður keppt Gæðingakeppni haldin samhliða og keppt í A- og B-flokki og auk þess í öllum skeiðgreinum. Þetta verður mikil veisla, enda koma gestir og knapar jafnan frá Íslandi og Skandinavíu að til að taka þátt og fylgjast með. Auk þeirra þýsku knapa sem láta að sér kveða á sýningum og í keppni, Frauke Schenzel, Uli Reber og Jens Füchtenschnieder, hafa íslenskir knapar eins og Jóhann R. Skúlason, Þórður Þorgeirsson og Siggi Sig mætt á þennan stórviðburð.