laugardagur, 15. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótasýningin í Víðidal komin í gang

10. maí 2010 kl. 16:45

Kynbótasýningin í Víðidal komin í gang

Kynbótasýningin í Víðidal er nú í fullum gangi og hófst kl. 12:30 í dag á sköpulagsdómum í reiðhöllinni og nú er verið að dæma hross í reið á kynbótabrautinni á Stóra vellinum. Eiðfaxi hitti aðstandendur sýningarinnar, sem töluðu um að nokkur afföll væru á skráðum hrossum og trúlega yrði einhver hluti hrossanna aðeins sýndur í reið.

Hæfileikadómar halda áfram fram til sjö eða átta í kvöld og verður svo fram haldið á morgun þriðjudag. Á miðvikudaginn verður svo yfirlitssýningin.

Með fréttinni eru nokkrar svipmyndir frá sköpulagsdómunum í dag.