miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótasýningar, tungubogi og meistarar

31. desember 2014 kl. 17:00

Alls voru 231 hross voru sýnd á Landsmótinu í sumar. Reynir Örn Pálmason situr Laxnes frá Lambanesi og Daníel Jónsson er á Ölnir frá Akranesi við verðlaunaafhendingu 5 vetra stóðhesta.

Vor - Annáll 2014

Árið 2014 var að sönnu viðburðarríkt ár á sviði hestamennskunnar. Vorið var tími spennu og eftirvæntingar.

  • Hestadagar voru haldnir í Reykjavík í fjórða sinn en opnunaratriði hátíðarinnar fór fram í Hörpu.
  • Vorið er tími kynbótasýninga en hætta þurfti við nokkrar af fyrstu sýningum ársins. Biðlisti var hins vegar á seinni sýningar ársins enda margir sem reyna nýta sér sem mestan tíma í þjálfun fyrir sýningu.
  • Sýningargjöld kynbótahross voru hækkuð vegna rekstrarhalla.
  • Reiðhallarsýningar voru haldnar víðsvegar um landið.
  • Tunguboginn var bannaður við misgóðar undirtektir.
  • Ákveðið var að Heimsleikarnir 2017 myndu fara fram í Oirschot í Hollandi.
  • Betrumbættur leiðari íþróttadómara leit dagsins ljós þar sem góð reiðmennska og mýkt er í hávegum höfð.
  • HorseExpo var haldið í fyrsta sinn á Íslandi en þá heimsóttu erlendri gestir fræg hross. Þátttakendur hátíðarinnar komast í návígi við þekkt hross og vonarstjörnur.
  • Fyrsta alþjóðlega Tölt in Harmony var haldið í Fákaseli en það var Reynir Örn Pálmason sem sigraði það.
  • Meistarar voru krýndir en Árni Björn Pálsson sigraði Meistaradeildina fyrir sunnan og Bjarni Jónasson sigraði Meistaradeild Norðurlands