laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótasýningar á Íslandi

31. maí 2019 kl. 12:40

Erla frá Halakoti. Knapi Árni Björn Pálsson.

Áætlað er að sýnd verði 520 hross í kynbótadómi næstu tvær vikur

 

Næstu vikurnar fara kynbótasýningar hrossa á fullt þegar sýnt er á nokkrum stöðum  víðsvegar um landið. Á mánudaginn hefjast sýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu, Spretti í Kópavogi, á Hólum í Hjaltadal og á Stekkhólma á Fljótsdalshéraði.

Sýningin á Stekkhólma er þeirra minnst en þar eru skráð til leika 25 hross og verða þau öll dæmd á mánudaginn og svo yfirlitssýning á þriðjudegi. Á Hólum í Hjaltadal eru skráð 94 hross og verður dæmt frá þriðjudegi og yfirlitssýning á föstudegi. Á Gaddstaðaflötum verður dæmt næstu tvær vikurnar og eru samtals skráð þar 224 hross. Það sama er upp á teningnum í Spretti í Kópavogi en þar verður dæmt tvær næstu vikur en þar eru skráð til sýningar 177 hross. 

Alls verða því samkvæmt worldfeng 520 hross sýnd í kynbótadómi næstu tvær vikurnar og er því mikið um að vera hjá knöpum, kynbótadómurum og starfsfólki næstu tvær vikur.

Hér má finna röðun hrossa á hverri sýningu fyrir sig með því að smella á sýninguna.

Röðun hrossa á Stekkólma 3. júní

Röðun hrossa á Gaddstaðaflötum 3.-7. júní

Röðun hrossa í Spretti 3.-6. júní

Röðun hrossa á Hólum í Hjaltadal 3.-7. Júní

Röðun hrossa á Gaddstaðaflötum 11.-14. Júní

Röðun hrossa í Spretti 11.-14.júní