laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótasýningar framundan

21. júní 2010 kl. 11:53

Kynbótasýningar framundan

Sökum breyttra aðstæðna í hestahaldi okkar síðustu vikurnar í kjölfar kvefpestarinnar, var dagsetningum kynbótasýninga breytt. Næstu sýningar eru áformaðar dagana 28. júní - 2. júlí á þremur stöðum á landinu, á Hellu, í Reykjavík og í Skagafirði.

Það er Búnaðarsamband Suðurlands sem tekur við skráningum á sýninguna á Hellu, Búnaðarsamband Vesturlands á sýninguna í Reykjavík og Leiðbeiningamiðstöðin á Sauðárkróki tekur við skráningum á sýninguna í Skagafirðinum.


Hérna fyrir neðan er að finna dagsetningar þeirra sýninga sem eru á sýningaáætlun þeirri sem Guðlaugur V. Antonsson hrossaræktarráðunautur gaf út í byrjun júní.

Júní:
Hella  28. júní – 2. júlí
Reykjavík  28. júní – 2. júlí
Skagafjörður  28. júní – 2. júlí

Júlí:
Eyjafjörður 12. – 16. júlí
Hella  26. – 30. júlí
Skagafjörður  26. – 30. júlí

Ágúst:
Borgarfjörður  3. – 6. ágúst
Hella  9. – 13. ágúst
Hella  16. – 20. ágúst
Blönduós  16. – 20. ágúst


*Athugið að dagskrá þessi er birt með fyrirvara um breytingar vegna þátttöku.