mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótasýning á MiðFossum

10. ágúst 2016 kl. 15:49

Valdís Bjök Guðmundsdóttir og Hugsýn frá Svignaskarði á kynbótasýningu á Sörlastöðum.

Röðun hrossa.

Kynbótasýning fer fram á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 15. til 18. ágúst. Dómar hefjast kl. 13:00 á mánudaginn 15.ágúst og viljum við biðja sýnendur um að mæta tímanlega í sín holl, svo að tímasetningar haldist sem best.

Stíupláss á Mið-Fossum þarf að panta í síma 843-5348 í síðasta lagi á föstudaginn, 12.ágúst.

Yfirlitssýning verður á fimmtudaginn 18.ágúst og verður auglýst frekar þegar nær dregur. Alls eru 75 hross skráð á sýninguna. 

Röðun hrossa