laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótasýning í Víðidal í Reykjavík

10. júní 2010 kl. 13:31

Kynbótasýning í Víðidal í Reykjavík

Kynbótasýning verður haldin á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 28. júní til 1. júlí næstkomandi. Gert er ráð fyrir hefðbundnum dómdögum 28, 29 og 30. júní og yfirlitssýningu fimmtudaginn 1. júlí.

Tekið er við skráningum hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands virka daga á tímabilinu 14 - 22 júní í síma 437-1215.
Við skráningu þarf að koma fram númer, nafn og uppruni hrossanna, nafn og kennitala knapa og sími.
Sýningargjald er 14.500,- kr., fyrir fulldæmt hross en 10.000,- kr., fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm eða hæfileikadóm eftir reglum þar um.

Sýningargjöld skal greiða á skrifstofu BV á Hvanneyri eða á reikning 0354-26-100, kt.: 461288-1119. Ef greitt er í gegnum netbanka þarf að senda greiðslukvittun á netfangið bv@bondi.is. Nauðsynlegt er að fram komi nafn og númer hrossa sem greitt er fyrir. Ef ekki er greitt í gegnum netbanka er mikilvægt að faxa greiðslukvittun á númerið 437-2015.
Endurgreiðsla sýningargjalda kemur aðeins til greina séu forföll tilkynnt áður en dómar hefjast.
Hafi greiðsla ekki borist fyrir hádegi 23. júní verður viðkomandi hross ekki skráð á sýninguna.

Rétt er að geta þess að á sama tíma verður einnig kynbótasýning á Gaddstaðaflötum við Hellu. Sú sýning er í umsjón Búnaðarsambands Suðurlands.

Reglur um kynbótasýningar má nálgast í heild sinni á vef BÍ, www.bondi.is undir hrossarækt.

Búnaðarsamtök Vesturlands