laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótasýning felld niður

Óðinn Örn Jóhannsson
13. maí 2019 kl. 08:14

Tinni frá Kjarri í kynbótasýningu á Sörlastöðum, knapi Daníel Jónsson.

Kynbótasýningin á Sörlastöðum sem vera átti dagana 20.-24. maí verður felld niður vegna dræmrar þátttöku.

Kynbótasýningin á Sörlastöðum sem vera átti dagana 20.-24. maí verður felld niður vegna dræmrar þátttöku. Aðeins 25 hross voru skráð á sýninguna. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessari sýningu og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða með því að senda t-póst á netfangið halla@rml.is.