laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótasýning á Melgerðismelum

3. maí 2010 kl. 12:27

Kynbótasýning á Melgerðismelum

Kynbótasýning verður haldin á Melgerðismelum 12.-14. maí. Skráning í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið vignir@bugardur.is. Síðasti skráningardagur er 7. maí sem er jafnframt síðasti greiðsludagur skráningargjalds.  Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við skráningu.

Sýningargjald er kr.14.500 fyrir fulldæmt hross en kr. 10.000 fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm eða hæfileikdóm. Hægt er að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið vignir@bugardur.is  skýring: nafn á hrossi. Auglýst með fyrirvara um næga þátttöku. Reglur um kynbótasýningar eru aðgengilegar á www.hryssa.is og þar verður hollaröðun birt.