þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótasýning á Gaddstaðaflötum í júlí

10. júlí 2010 kl. 16:33

Kynbótasýning á Gaddstaðaflötum í júlí

Auka kynbótasýning verður á Gaddstaðaflötum við Hellu vikuna 26. júlí til 30. júlí. Þeir sem nú þegar hafa fært hross yfir á þá sýningu verða að vera í sambandi til að staðfesta þær skráningar eigi síðar en 21. júlí, þó svo þegar hafi verið greitt fyrir hrossin.

Tekið verður við skráningum á þessa sýningu dagana 20. og 21. júlí í síma 480-1800 eða á netfangi hross@bssl.is. Ganga verður frá greiðslu eigi síðar en miðvikudaginn 21. júlí. Hross sem ekki hefur verið greitt fyrir á tilsettum tíma verða ekki skráð til sýningar.

Sýningargjaldið er hægt að greiða inn á reikning 0152-26-1618, kt. 490169-6609. Greiðslur þarf að merkja með númeri og nafni hrossa. Ef greitt er í gegnum netbanka vinsamlegast sendið greiðslukvittun á netfangið hross@bssl.is, afskráningar má einnig senda á þetta sama netfang . Endurgreiðslur koma því aðeins til greina að látið sé vita um forföll áður en sýning hefst. Ef hross forfallast eftir að sýningin er hafinn verður að framvísa læknisvottorði til að fá endurgreitt.