miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótasýning á Gaddstaðaflötum á ís

3. júní 2010 kl. 09:19

Almenn samstaða um að fara varlega í sýningar

Á fundi með ræktendum og knöpum sem fagráð í hrossarækt boðaði til á Selfossi í gær var samhugur um að fara varlega í kynbótasýningar. Fyrirhugaðri sýningu á Gaddstaðaflötum var seinkað um óákveðinn tíma. Hugur manna stendur þó til að halda eina sýningu um mánaðamót júní og júlí, og aðra seinni partinn í júlí, sem myndi enda á stórmóti á Gaddstaðaflötum um verslunarmannahelgi. Kynbótasýningu á Iðavöllum á Héraði, sem dagsett er í dag, var ekki frestað. Þar eru skráð 16 hross.

Fagráð í hrossarækt flýtti fundi sínum sem halda átti á morgun og fundar í dag í Bændahöllinni. Þar verður meðal annars farið yfir dagskrá sýninga í sumar og hvaða möguleikar eru í stöðunni.