miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótamatið 2009

9. desember 2009 kl. 15:50

Kynbótamatið 2009

Í október var reiknað kynbótamat miðað við gögn í WorldFeng að loknu sýningarárinu 2009. Að þessu sinni voru 267.221 hross með í útreikningnum. Af þeim höfðu 30.259 hross eigin kynbótadóm í 11 löndum; Ísland 22.930, Svíþjóð 2.633, Danmörk 2.046, Noregur 741, Finnland 197, Þýskaland 1.244, Austuríki 114, Sviss 43, Holland 147, Bretland 30 og Bandaríkin 134 hross. Þetta kemur fram í skýrslu dr. Þorvaldar Árnasonar sem finna má tengil á, á síðunni Valparanir (e. Virtual Mate Selection).

Að sögn Jóns Baldurs Lorange, verkefnisstjóra WF, verður Belgía, Kanada og Slóvenía með í næsta útreikningi kynbótamatsins sem verður reiknað út í júní 2010 fyrir Landsmót hestamanna á Vindheimamelum.