fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótaknapi ársins

2. nóvember 2019 kl. 22:49

Elja frá Sauðholti HM 2019

Árni Björn Pálsson er kynbótaknapi ársins 2019

 

Árni Björn Pálsson sýndi alls 52 hross í kynbótadómi í ár. Meðalaldur þeirra var 5,9 ár og meðaltal aðaleinkunnar 8,189. Hann sýndi þann stóðhest sem hæstan dóm hlaut allra í ár, Draupnir frá Stuðlum en aðaleinkunn hans er 8,88. Þá sýndi hann Elju frá Sauðholti, sem er hæst dæmda sjö vetra hryssan í ár, með í aðaleinkunn 8,76. Elja var einnig hæst dæmda kynbótahrossið á Heimsmeistaramótinu í Berlín. Þá sýndi hann hæst dæmda fimm vetra stóðhestinn í ár, Viðar frá Skör en hann hlaut í aðaleinkunn 8,68. Þá ber að nefna Ljúf frá Torfunesi sem Árni sýndi á árinu í kynbótadómi og hlaut hann m.a. einkunnina 10,0 fyrir tölt og 9,5 fyrir vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt.

Aðrir tilnefndir

Agnar Þór Magnússon

Daníel Jónsson

Helga Una Björnsdóttir

Þórarinn Eymundsson