föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótaknapi árins ?

4. nóvember 2013 kl. 13:00

Gísli Gíslason er kynbótaknapi árins 2012

Hvað segja "sérfræðingarnir"..

Að segja til um hver kynbótaknapi ársins er getur verið erfitt því valið á honum byggist á tölfræðilegum upplýsingum. En tilnefnd sem Kynbótaknapi ársins 2013 eru Árni Björn Pálsson, Guðmundur Björgvinsson, Helga Una Björnsdóttir, Jakob S. Sigurðsson og Þórður Þorgeirsson

Þetta er það sem "sérfræðingarnir" höfðu að segja um þennan flokk: 

Guðmundur Björgvinsson: "Þetta er svolítið óútreiknanlegur flokkur og fer eftir því hvernig og eftir hverju verður valið. Ég held að þessi titill geti lent alls staðar en líklegastir tel ég að það séu Árni Björn, Jakob eða ég. Einn af þessum verður kynbótaknapi ársins. En ég vil taka það fram að ég hef ekki skoðað áverkaskýrslur og ég veit ekki hvort að þær verða teknar með eða ekki."

Hulda Gústafsdóttir: "Ég er ekki búin að kynna mér þetta nægilega vel en tilfinning bendir svolítið á Árna Björn. Hann sýndi mörg góð hross í flottar tölur. Fallegar sýningar hjá honum og hrossin vel undirbúin."

Reynir Örn Pálmason: "Ég held það verði Árni Björn Pálsson. Hann var með mjög flottar, vel undirbúnar og átakalausar, sýningar.

Sigurður Sigurðarson: "Ég er ekkert búin að skoða þetta svo það er erfitt að segja til um það. Þyrfti að vera búin að kynna mér það betur."

Þórarinn Eymundsson: "Ég er ekkert búin að setja mig inn í þennan flokk. Maður þarf að setja niður tölfræði til að ákveða þetta svo ég segji pass."