laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótahrossin lækkuðu

6. ágúst 2019 kl. 18:32

Hamur frá Hólabaki fulltrúi Íslands í flokki fimm vetra stóðhesta

Fimm vetra stóðhestar og hryssur lækkuðu töluvert frá því í vor.

 

Hér í kvöld fóru fram hæfileikadómar fimm vetra hrossa. Fyrst komu fimm vetra hryssur til dóms og að lokui kvöldmatarhléi fimm vetra stóðhestar. Það er skemmst frá því að segja að öll þessi hross lækkuðu einkunnir sýnar frá því í fyrri kynbótadómi.

Fulltrúi Íslands í flokki fimm vetra hryssa er Mjallhvít frá Þverholtum sýndi af Þórði Þorgeirssyni, eigandi er Stefán Jóhann Grétarsson en ræktandi Sunna Birna Helgadóttir. Faðir hennar er Eldur frá Torfunesi og móðir Mjöll frá Eyrarbakka. Mjallhvít hlaut í kynbótadómi í vor í aðaleinkunn 8,30, einkunn hennar núna fyrir yfirlitssýningu er 8,05 og lækkar hún því töluvert frá fyrri dómi.

Efst í flokki fimm vetra hryssa, að svo stöddu, er Sabína frá Fossan fulltrúi Noregs. Knapi á henni er Agnar Snorri Stefánsson. Sabína hlaut nú fyrir hæfileika 8,03 en í vor 8,33. Hún var sýnd í vor sem klárhryssa en hér í dag sem alhliðahryssa. Hún hafði hlotið 9,5 fyrir tölt í vor en hlýtur nú 8,5. Hún hlaut skeiðeinkunn hér í kvöld 6,0 en hafði, eins og áður segir, verið sýnd sem klárhryssa í fyrri dómi. Ræktandi og eigandi Sabínu er Bjarne Fossan. Sabína er undan Herjólfi frá Ragnheiðarstöðum og Skjóðu frá Selfossi, en Skjóða er undan Stíganda frá Leysingjastöðum II og Grýlu frá Stangarholti.

Það má því segja að þessar ungu hryssur hafi ekki átt sinn besta dag, en yfirlitssýning verður á fimmtudaginn, þar sem þær fá annað tækifæri til að láta ljós sitt skína.

Í flokki sex vetra stóðhesta voru sex hestar, þar af tveir frá Svíþjóð.

Fulltrúi íslands í þeim flokki er Hamur frá Hólabaki. Knapi er Tryggvi Björnsson en hann er einnig einn af eigendum. Ræktandi er Björn Magnússon. Hamur hafði hlotið fyrir hæfieika 8,55 en hlaut nú 8,27. En hann lækkar fyrir skeið, stökk, vilja og geðslag og hægt stökk. Hamur er flinkur á tölti og hlaut fyrir það 9,0 í einkunn. Sýning á skeiði misfórst þó hér í kvöld og því lýkur á því að Hamur hækki ef vel tekst til. Aðaleinkunn er 8,33. Hamur er undan Hersi frá Lambanesi og Heiðdísi frá Hólabaki.

Efstur í flokki fimm vetra stóðhesta, að lokinni forsýningu, er Kolgrímur Grímsson frá Gunvarbyn. Ræktandi og eigandi er Þorleifur Sigfússon. Sýnandi er Daníel Jónsson. Kolgrímur hlaut í vor 8,55 í aðaleinkunn en nú 8,44. En hann lækkaði fyrir Tölt, Stökk, Vilja og geðslag og hægt stökk. Kolgrímur getur þó, eins og önnur kynbótahross, rétt úr kútnum á yfirlitssýningu. Kolgrímur Grímsson er undan Grími frá Efsta-Seli og Kolskör fran Kolungens Gard 2, en hún er undan Nökkva frá Vestra-Geldingaholti.

Hér má sjá alla dóma fimm vetra hrossa.

Fimm vetra stóðhestar

 

 

SE2014106695 Kolgrímur Grímsson från Gunvarbyn
Örmerki: 752096700021196
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Þorleifur Sigfússon
Eigandi: Þorleifur Sigfússon
F.: IS2006186644 Grímur frá Efsta-Seli
Ff.: IS1999186987 Þytur frá Neðra-Seli
Fm.: IS1999277272 Sara frá Horni I
M.: SE2007208136 Kolskör från Kolungens Gård 2
Mf.: IS1990188031 Nökkvi frá Vestra-Geldingaholti
Mm.: NO1995215032 Hulda fra Skodje
Mál (cm): 145 - 133 - 137 - 67 - 147 - 36 - 47 - 44 - 6,7 - 31,5 - 19,0
Hófa mál: V.fr.: 9,2 - V.a.: 8,3
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,0 - 9,0 - 9,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 = 8,61
Hæfileikar: 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 9,0 = 8,33
Aðaleinkunn: 8,44
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Daníel Jónsson
Þjálfari: 

IS2014156275 Hamur frá Hólabaki
Örmerki: 352205000003595
Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt
Ræktandi: Björn Magnússon
Eigandi: Stald Ulbæk v. Sus Ulbæk, Tryggvi Björnsson
F.: IS2009138736 Hersir frá Lambanesi
Ff.: IS1996187983 Forseti frá Vorsabæ II
Fm.: IS1994238714 Elding frá Lambanesi
M.: IS2006256275 Heiðdís frá Hólabaki
Mf.: IS1997186541 Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
Mm.: IS1992256275 Dreyra frá Hólabaki
Mál (cm): 145 - 129 - 135 - 69 - 147 - 37 - 48 - 45 - 6,6 - 30,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,9 - V.a.: 8,7
Sköpulag: 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 9,0 - 8,5 = 8,50
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 7,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 8,27
Aðaleinkunn: 8,36
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Tryggvi Björnsson
Þjálfari: 

NO2014111187 Svalinn fra Skarstad
Örmerki: 578098100371786
Litur: 1510 Rauður/milli- skjótt
Ræktandi: Marie Cecilie Clausen Kolnes
Eigandi: Marie Cecilie Clausen Kolnes
F.: IS2002187662 Álfur frá Selfossi
Ff.: IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum
Fm.: IS1996287660 Álfadís frá Selfossi
M.: NO2003211036 Prinsessa fra Kolnes
Mf.: IS1993186469 Stefnir frá Sandhólaferju
Mm.: NO1998211176 Gydja fra Kolnes
Mál (cm): 143 - 130 - 136 - 67 - 145 - 37 - 48 - 42 - 6,3 - 30,0 - 18,5
Hófa mál: V.fr.: 8,9 - V.a.: 7,6
Sköpulag: 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,0 = 8,29
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 6,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,13
Aðaleinkunn: 8,20
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Frauke Schenzel
Þjálfari: 

DK2014100151 Vökull fra Gedehøjgård
Örmerki: 208210000485583
Litur: 6600 Bleikur/álóttur einlitt
Ræktandi: Hanne Ravn Hansen, Kristiane Brun Hansen
Eigandi: Hanne Ravn Hansen, Kristiane Brun Hansen
F.: DK2008104997 Magnus fra Moselundgård
Ff.: IS2002187662 Álfur frá Selfossi
Fm.: IS2002287613 Maístjarna frá Nýjabæ
M.: IS1999257805 Valva frá Varmalæk
Mf.: IS1993156910 Smári frá Skagaströnd
Mm.: IS1981257810 Völva frá Varmalæk
Mál (cm): 138 - 128 - 134 - 64 - 140 - 37 - 46 - 42 - 6,4 - 30,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,8 - V.a.: 8,1
Sköpulag: 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 9,0 = 8,37
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 7,0 = 8,05
Aðaleinkunn: 8,18
Hægt tölt: 7,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Søren Madsen
Þjálfari: 

DE2014122815 Töfri von Blumencron
Örmerki: 276020000418611
Litur: 3600 Jarpur/korg- einlitt
Ræktandi: Marina Müller von Blumencron
Eigandi: Claudia Müller von Blumencron
F.: DE2002134228 Teigur vom Kronshof
Ff.: IS1982151001 Otur frá Sauðárkróki
Fm.: DE1997209444 Næpa vom Kronshof
M.: DE1996251005 Orka von Moorflur
Mf.: IS1985165002 Bakkus frá Bakka
Mm.: DE1985203628 Sorta -
Mál (cm): 137 - 127 - 131 - 64 - 141 - 34 - 46 - 43 - 5,8 - 29,5 - 18,5
Hófa mál: V.fr.: 8,2 - V.a.: 7,8
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 9,0 = 8,28
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 = 8,04
Aðaleinkunn: 8,14
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Frauke Schenzel
Þjálfari: 

SE2014106693 Náttfari från Gunvarbyn
Örmerki: 752096700021200
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Þorleifur Sigfússon
Eigandi: Tone S Rånes
F.: IS2006186644 Grímur frá Efsta-Seli
Ff.: IS1999186987 Þytur frá Neðra-Seli
Fm.: IS1999277272 Sara frá Horni I
M.: NO2001215173 Nótt fra Ørskog
Mf.: IS1990188031 Nökkvi frá Vestra-Geldingaholti
Mm.: IS1989288035 Dimma frá Vestra-Geldingaholti
Mál (cm): 146 - 133 - 139 - 68 - 149 - 36 - 50 - 44 - 7,1 - 32,0 - 20,0
Hófa mál: V.fr.: 9,0 - V.a.: 8,4
Sköpulag: 8,5 - 9,0 - 8,0 - 9,0 - 9,5 - 7,5 - 9,0 - 9,0 = 8,85
Hæfileikar: 8,0 - 7,5 - 5,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 = 7,49
Aðaleinkunn: 8,03
Hægt tölt: 7,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Daníel Jónsson
Þjálfari: 

 

 

Fimm vetra hryssur

 

NO2014211177 Sabína fra Fossan
Örmerki: 578098100370084
Litur: 1540 Rauður/milli- tvístjörnótt
Ræktandi: Bjarne Fossan
Eigandi: Bjarne Fossan
F.: IS2006182570 Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum
Ff.: IS2000187051 Gígjar frá Auðsholtshjáleigu
Fm.: IS1997258874 Hending frá Úlfsstöðum
M.: IS2003287661 Skjóða frá Selfossi
Mf.: IS1996156333 Stígandi frá Leysingjastöðum II
Mm.: IS1990236512 Grýla frá Stangarholti
Mál (cm): 140 - 130 - 137 - 66 - 140 - 36 - 50 - 46 - 6,2 - 28,0 - 18,5
Hófa mál: V.fr.: 8,6 - V.a.: 8,2
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 7,0 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 9,0 - 6,0 = 8,16
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 6,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 8,02
Aðaleinkunn: 8,08
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Agnar Snorri Stefánsson
Þjálfari: 

IS2014236054 Mjallhvít frá Þverholtum
Örmerki: 352098100033588
Litur: 1510 Rauður/milli- skjótt
Ræktandi: Sunna Birna Helgadóttir
Eigandi: Stefán Jóhann Grétarsson
F.: IS2007166206 Eldur frá Torfunesi
Ff.: IS2002166211 Máttur frá Torfunesi
Fm.: IS2003266201 Elding frá Torfunesi
M.: IS2000277274 Mjöll frá Horni I
Mf.: IS1995187155 Gáski frá Eyrarbakka
Mm.: IS1986277001 Stóratá frá Höfn
Mál (cm): 139 - 128 - 134 - 66 - 139 - 36 - 47 - 44 - 6,0 - 27,0 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 8,3 - V.a.: 7,8
Sköpulag: 9,0 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 = 8,63
Hæfileikar: 8,0 - 7,5 - 7,0 - 7,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 = 7,66
Aðaleinkunn: 8,05
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,0
Sýnandi: Þórður Þorgeirsson
Þjálfari: 

DK2014200535 Hnota fra Højgaarden
Örmerki: 208213990181549
Litur: 6600 Bleikur/álóttur einlitt
Ræktandi: Lars Mehl, Marie Mehl
Eigandi: Lars Mehl, Marie Mehl
F.: IS2003188470 Hnokki frá Fellskoti
Ff.: IS1990188176 Hrynjandi frá Hrepphólum
Fm.: IS1994288471 Hnota frá Fellskoti
M.: NO2000208006 Eir fra Elvebakken
Mf.: IS1995184968 Jarl frá Miðkrika
Mm.: IS1994284969 Gyðja frá Hvolsvelli
Mál (cm): 140 - 128 - 136 - 64 - 149 - 34 - 48 - 45 - 6,4 - 27,5 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,0 - V.a.: 7,1
Sköpulag: 8,5 - 9,0 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 7,5 = 8,36
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 5,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 7,82
Aðaleinkunn: 8,04
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Søren Madsen
Þjálfari: 

DE2014210987 List vom Meiersberg
Örmerki: 276020000362091
Litur: 2593 Brúnn/milli- blesa auk leista eða sokka vagl í auga
Ræktandi: Heike Grundei
Eigandi: Heike Grundei
F.: DE2001109678 Ljómi von der Elschenau
Ff.: IS1993188565 Hlynur frá Kjarnholtum I
Fm.: IS1992286006 Léttstíg frá Stóra-Hofi
M.: DE2001241905 Nana von Hansell
Mf.: IS1991187601 Depill frá Votmúla 1
Mm.: DE1991242676 Nös von Hansell
Mál (cm): 141 - 129 - 135 - 66 - 145 - 34 - 49 - 45 - 6,1 - 28,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,8 - V.a.: 8,2
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,0 = 8,04
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 5,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 = 7,71
Aðaleinkunn: 7,84
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Lena Maxheimer
Þjálfari: