miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótaferð Sörla

19. mars 2012 kl. 16:10

Kynbótaferð Sörla

Kynbótaferð Sörla verður farin laugardaginn 24. mars.

 
Ferðin byrjar með morgunkaffi að Sörlastöðum kl. 8:30. Kaffisalan verður opin fyrir þá sem vilja fá sér morgunmat fyrir brottför. Rútan leggur af stað kl. 9:00 stundvíslega. Ferðin kostar 3500 kr. (innifalið rúta og hressing). Greitt fyrir brottför. 
Að þessu sinni heimsækjum við Magnús og Hólmfríði að Blesastöðum. Við förum einnig að Halakoti og heyrum í meistara Einari Öder og vegna fjölda áskorana munum við að nýju heimsækja Hafliða Halldórsson að Ármóti, en þennan dag er mikið um að vera þar. Í millitíðinni borðum við á  Hellu á Café Árhús þar sem hægt verður að fá frábæran hádegismat á vægu verði. 
Sem sagt, Blesastaðir, Halakot og Ármót. Áætluð heimkoma í Hafnarfjörð er um18:00. Þetta eru alltaf frábærar ferðir og oft uppselt. Því er um að gera að bóka sig sem fyrst.
 
Skráning hjá Sólrúnu á solrunregins@gmail.com og gsm 692-4858 og hjá Magnúsi á Sörlastöðum í síma 897-2919. 
 
Kynbótanefnd Sörla