miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótadómur ekki algildur mælikvarði

26. apríl 2014 kl. 13:10

Vignir Sigurðsson, hrossaræktandi í Litlu-Brekku.

Vignir í Litlu-Brekku þekkir hrossarækt í þaula.

Vignir Sigurðsson veit sínu viti þegar kemur að ræktun. Auk þess að temja, rækta og sýna hross hefur hann í fjölmörg ár sinnt ýmsum störfum fyrir Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga og situr nú í stjórn Félags hrossabænda ásamt því að sinna ráðunautaþjónustu hjá RML. Ræktunarbúið hans, Litla-Brekka í Eyjafirði, hefur getið sér gott orð en þaðan hafa komið hæfileikaríkir keppnishestar. Viðtal við Vigni má nálgast í 4. tbl. Eiðfaxa - Stóðhestablaðinu.

Vignir telur stöðu hrossaræktar í dag góða. Kynbótadómurinn sé vel til þess fallinn að setja viðmið við ræktun hrossa, án þess þó að sníða hrossaræktendum of þröngan stakk. „Við búum að öflugu og faglegu kerfi kringum hrossarækt. Kynbótadómurinn getur þó aldrei orðið algildur mælikvarði á gæði hrossa, enda skoðanir og áherslur mismunandi milli ræktenda. Kynbótadómur er viðmið á ákveðnum þáttum, en leiðin að tölunum getur verið misjöfn. Dómurinn endurspeglar aldrei hvernig hrossið er á allan hátt.”

Hægt er að gerast áskriftandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is