föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótadómar á Fjórðungsmóti

11. júlí 2019 kl. 21:50

Ísöld frá Strandarhjáleigu og Elvar Þormarsson

sýnd voru 31 hross á Fornustekkum

 

Fjórðungsmót á Höfn í Hornafirði hófst í dag í blíðskaparveðri. Töluvert af fólki er mætt á svæðið og stemmingin góð. Það er ljóst að mótsgestir munu eiga góða daga á Fornustekkum þessa helgina veðurspáin er mild og góð og Hornfirðingar gestrisnir og glaðlegir.

Alls voru sýnd 31 hross í dag en yfirlitssýning verður á laugardaginn.

Af þeim stóðhestum sem sýndir voru stendur efstur Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga sem er sjö vetra gamall. Hann var sýndur af eiganda sínum og ræktanda Sigurði Sigurðarsyni. Skugga-Sveinn er með sköpulagsdóm upp á 8,51 og fyrir hæfileika 8,05 í aðaleinkunn 8,24. Hæst hlaut hann 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið. Skugga-Sveinn er undan Álfi frá Selfossi og Pyttlu frá Flekkudal, sem bæði hafa hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.

Hæst dæmda hryssan, og jafnframt hæst dæmda hrossið, sem sýnt var í dag er Fura frá Árbæjarhjáleigu II sýnandi hennar var Hekla Katharina Kristinsdóttir. Fura er með fyrir sköpulag 8,19 og hlaut hún í dag 8,35 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,28. Hlaut hún jafnan og góðan dóm og enga einkunn undir 8,0. Hún hlaut 8,5 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og vilja og geðslag. Fura er undan Jarli frá Árbæjarhjáleigu og Framför frá Skarði.

Af öðrum hrossum sem mikla athygli vöktu má nefna tvær fimm vetra klárhryssur þær Ísöld frá Strandarhjáleigu sýnda af Elvari Þormarssyni og Karítas frá Þjóðólfshaga sem sýnd var af Sigurði Sigurðarsyni. Hlutu þær báðar 5 sinnum einkunnina 9,0 fyrir einstaka þætti í hæfileika dómi en það var fyrir tölt,brokk, hægt tölt, fegurð í reið og vilja og geðslag.

Elvar Þormarsson sýndi fimm hross frá Strandarhjáleigu ræktuð af sér eða fjölskyldu sinni og hlutu þau öll 1.verðlaun í aðaleinkunn.

Hér fyrir neðan má sjá alla dóma dagsins.

 

Hross á þessu móti

Sköpulag

Kostir

Aðaleinkunn

Sýnandi

Þjálfari

IS2013286753 Fura frá Árbæjarhjáleigu II

8.19

8.35

8.28

Hekla Katharína Kristinsdóttir

Hekla Katharína Kristinsdóttir

IS2011181811 Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1

8.51

8.05

8.24

Sigurður Sigurðarson

Sigurður Sigurðarson

IS2013286131 Ragga frá Ármóti

8.18

8.21

8.2

Sigursteinn Sumarliðason

IS2014284877 Tíbrá frá Strandarhjáleigu

8.09

8.25

8.19

Elvar Þormarsson

Henna Johanna Sirén

IS2013284877 Katla frá Strandarhjáleigu

8.13

8.17

8.15

Elvar Þormarsson

IS2012286182 Vaka frá Eystra-Fróðholti

7.94

8.28

8.15

Hans Þór Hilmarsson

IS2014184882 Bjartur frá Strandarhjáleigu

8.59

7.83

8.13

Elvar Þormarsson

IS2014284879 Ísöld frá Strandarhjáleigu

8

8.2

8.12

Elvar Þormarsson

IS2014281819 Sjöfn frá Þjóðólfshaga 1

8.16

8.09

8.12

Sigurður Sigurðarson

Sigurður Sigurðarson

IS2014177747 Djarfur frá Litla-Hofi

8.03

8.16

8.11

Hjörvar Ágústsson

IS2015284874 Dagmar frá Hjarðartúni

8.11

8.07

8.09

Klara Sveinbjörnsdóttir

IS2012167180 Órói frá Sauðanesi

7.98

8.16

8.09

Hans Friðrik Kjerulf

Hans Friðrik Kjerulf

IS2013276015 Óradís frá Strönd

8.27

7.91

8.06

Hans Friðrik Kjerulf

IS2014281847 Karítas frá Þjóðólfshaga 1

7.89

8.16

8.05

Sigurður Sigurðarson

Sigurður Sigurðarson

IS2012276233 Úa frá Úlfsstöðum

7.94

8.12

8.05

Nikólína Ósk Rúnarsdóttir

IS2013284880 Björk frá Strandarhjáleigu

7.98

8.09

8.05

Elvar Þormarsson

Elvar Þormarsson

IS2010286139 Lind frá Ármóti

8.37

7.82

8.04

Sigursteinn Sumarliðason

IS2014284011 Hrefna frá Ytri-Skógum

7.92

8.1

8.03

Hlynur Guðmundsson

IS2014284012 Blíða frá Ytri-Skógum

7.88

8.12

8.03

Hlynur Guðmundsson

IS2014284500 Suðurey frá Skíðbakka III

8.5

7.7

8.02

Leó Geir Arnarson

IS2014175280 Teningur frá Víðivöllum fremri

8.15

7.94

8.02

Hans Friðrik Kjerulf

Hans Friðrik Kjerulf

IS2015186132 Tollur frá Ármóti

8.28

7.85

8.02

Sigursteinn Sumarliðason

Sigursteinn Sumarliðason

IS2012284551 Assa frá Þúfu í Landeyjum

8.03

7.97

7.99

Elvar Þormarsson

Elvar Þormarsson

IS2013101001 Baltasar frá Korpu

8.04

7.9

7.96

Sigursteinn Sumarliðason

IS2012177271 Hrynjandi frá Horni I

8.44

7.55

7.91

Ómar Ingi Ómarsson

IS2014276450 Aníta frá Kollaleiru

7.98

7.7

7.81

Ómar Ingi Ómarsson

IS2015277272 Líf frá Horni I

8.36

7.38

7.78

Ómar Ingi Ómarsson

IS2010276450 Alvör frá Kollaleiru

7.76

7.78

7.77

Ómar Ingi Ómarsson

IS2014276421 Glóð frá Sléttu

8.01

7.57

7.75

Hans Friðrik Kjerulf

Hans Friðrik Kjerulf

IS2015276019 Freydís frá Strönd

7.59

7.63

7.62

Hans Friðrik Kjerulf

IS2012177621 Kasper frá Skálafelli I

8.03

7.34

7.62

Ómar Ingi Ómarsson

Jasmina Koethe

IS2013286101 Ísrún frá Kirkjubæ

8.18

Hanna Rún Ingibergsdóttir

IS2014277270 Steindís frá Horni I

8.02

Ómar Ingi Ómarsson