fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvöldstund með meisturum

6. desember 2011 kl. 10:18

Kvöldstund með meisturum

Laugardagskvöldið 17. desember stendur Félag tamningamanna fyrir fræðslukvöldi með margföldum meisturum, þeim Jóhanni R. Skúlasyni og Rúnu Einarsdóttur-Zingsheim sem flytja fyrirlestur um þjálfun og uppbyggingu hrossa og veita gestum innsýn í sínar vinnuaðferðir.

Einstakt tækfifæri fyrir hestamenn til að skyggnast í reynslubanka þessara margföldu meistara, en þau Jóhann og Rúna hafa bæði átt fast sæti í landsliðinu árum saman og unnið til fjölda heimsmeistaratitla.

Fræðslukvöldið verður haldið í Harðarbóli, félagsheimili Harðar í Mosfellsbæ og hefst kl. 18. Aðgangseyrir er kr. 1.500 - en frítt inn fyrir skuldlausa félaga í FT.