laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvöldsólarskeið

30. júní 2011 kl. 22:49

Kvöldsólarskeið

Gaman var að fylgjast með lokaviðburði dagsins í rauðri kvöldsólinni, en þá voru farnir síðari tveir sprettir í keppnum í 150 metra og 250 metra skeiði. Ævar Örn Guðjónsson og Gjafar frá Þingeyrum sigruðu keppni í 250 metra skeiði í kvöld með glæsilegum lokasprett.

Þá fóru Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal með sigur af hólmi í 150 metra skeiði. Urðu þeir aðeins steinsnar á undan Teiti Árnasyni og Veigari frá Varmalæk.