sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvöld-haustmót Harðar

28. ágúst 2015 kl. 08:52

Reynir Örn Pálmason og Greifi frá Holtsmúla

Skráning hafin

Kvöld-haustmót Harðar og Andalúsíuhestaferða verður miðvikudaginn 2. september á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Keppt verður í fimmgangi F2, fjórgangi V2 og tölti T3, eingöngu verður opinn flokkur í boði og verða úrslit riðin sama kvöld. 

Skráning byrjar í dag, föstudag 28. ágúst, á sportfeng og verður til kl.23.59 sunnudagskvöld, 30. ágúst. Skráningargjald kr. 2.500,- á grein.