þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvistur frá Skagaströnd á Norðurlandi 2010

24. janúar 2010 kl. 21:04

Kvistur frá Skagaströnd á Norðurlandi 2010

Nýlega var stofnað hlutafélag um stóðhestinn Kvist frá Skagaströnd, Norðankvistir ehf, og það er frágengið að hesturinn verður hjá Einari Gíslasyni á Brúnum í Eyjafirði eftir Landsmót. Kvistur náði þeim frábæra áfanga að fá 9.0 fyrir tölt, brokk, skeið og vilja á síðasti Landsmóti.
Þetta er mikill höfðingi með 8.26 fyrir byggingu og 8.79 fyrir hæfileika og er undan Hróðri frá Refstöðum sem fékk heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á síðasta Landsmóti og gæðingamóðurinni Sunnu frá Akranesi. Nánari upplýsingar um þá ræktun alla er á www.sunnukvistir.is.
Folatollurinn er kr.145.000 og innifalið í því er hagagjald, virðisaukaskattur og ein sónarskoðun. Við tökum niður pantanir í símum 462 7288 og 863 1470 og í póstfangið einarg@est.is.