mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvika á Ræktun 2014

24. apríl 2014 kl. 14:28

Kvika frá Leirubakka

Stóðhestadagur Eiðfaxa og Ræktun 2014

Það stefnir í góðan dag á Suðurlandi á laugardaginn en dagurinn hefst á Eiðfaxadeginum á Selfossi þar sem fjöldi stóðhesta mun koma fram og um kvöldið verður glæsileg sýning í Fákaseli eins og áður hefur komið fram. Kvika frá Leirubakka mun gleðja gesti ásamt frábærum stóðhestum og ræktunarbúum. Stóðhesturinn Hreyfill frá Vorsabæ vakti verðskuldaða athygli í fyrravor enda stórglæsilegur klárhestur þar á ferð, hann mætir nú aftur á Ræktun 2014!

Ræktunarbússýningar spila stóran þátt í sýningunni og munu m.a. koma fram sunnlensk hross frá Hárlaugsstöðum, Leirubakka, Miðási, Halakoti og Marteinstungu. Úr Húnavatnssýslu koma góðir gestir frá ræktunarbúinu að Grafarkoti.

Það bætist jafnt og þétt í gæðingaflotann og það stefnir í frábæran dag næstkomandi laugardag. Forsala miða er hafin í Baldvin og Þorvaldi á Selfossi og er miðaverð 2.500 kr. Þá má einnig minna á að veitingahúsið í Fákaseli er að sjálfsögðu opið með flottan matseðil fyrir sýninguna.