mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvennatölt Vesturlands

12. apríl 2014 kl. 14:58

Keppt í tveimur flokkum

Minnum á Kvennatölt Vesturlands 2014 sem verður haldið í Faxaborg, Borgarnesi, miðvikudaginn 16. apríl næstkomandi. Keppt verður í tveimur flokkum – vanar og minna vanar. Keppnisrétt eiga konur sem tengjast Vesturlandi á einhvern hátt.

Skráning í síðasta lagi mánudaginn 14. apríl og skulu þær sendast á lit@simnet.is. Í skráningu skal koma fram nafn knapa og hests og IS númer hests, í hvaða flokki er keppt og upp á hvora hönd. Skráningargjald er 2.500 fyrir fyrsta hest en 2.000 fyrir annan hest. Skal það greiðast í síðasta lagi mánudaginn 14. apríl inn á reikning 0354-26-1218, kt. 190262-2009.