fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvennatölt fyrir norðan

5. maí 2014 kl. 15:53

léttir

Kvennatöltið kemur í stað Bellutöltsins

Vegna fjölda áskoranna hefur Léttir ákveðið að halda Kvennatölt 10. maí í stað Bellutöltsins sem þurfti að aflýsa en snýr aftur að ári. Mótið hefst kl. 16:00

Við ætlum að halda sama þemanu sem er blóðrautt.

Boðið verður upp á 3 styrkleikaflokka í töltinu,

Byrjendaflokkur T8 (Frjáls ferð á tölti – hægt niður á fet og skipt um hönd - Frjáls ferð á tölti)

Minna vanar T1 (einn hringur hægt tölt - – hægt niður á fet og skipt um hönd – einn hringur tölt með hraðamun – einn hringur yfirferðartölt)

Meira vanar T1 (einn hringur hægt tölt - – hægt niður á fet og skipt um hönd – einn hringur tölt með hraðamun – einn hringur yfirferðartölt)

verðlaun verða í hverjum flokki fyrir búning. 18 ára aldurstakmark er á mótið og Kvennakvöldið.

Skráning er hafin og er á lettir@lettir.is og lýkur á fimmtudagskvöld. 1000 kr. hver skráning (Bæði þarf að skrá sig á mótið og á kvennakvöldið)

Við skráningu á mótið þarf að koma fram:

Nafn knapa og í hvaða flokk er verið að skrá í

Nafn og litur hests.

Leggja þarf skráningargjaldið inn á 302-26-15839 – kt. 430269-6749 og setja nafn knapa í skýringu.

Skemmtun og matur í félagsheimili okkar Skeifunni fyrir konur þegar töltkeppni lýkur og kostar 1500 kr. inn, húsið opnar síðan kl. 23:00.