laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvennareið 2014

5. maí 2014 kl. 16:00

Sörlakonur gestgjafar

Hin árlega kvennareið Sörla og Spretts verður föstudaginn 9. maí. Sörlakonur eru gestgjafar í ár og það er sólgleraugna -og varalitaþema!

Lagt verður af stað frá Sörlastöðum kl 18:00 og riðið til móts við Sprettkonur. Við hittumst svo við Maríuhellinn, ríðum aftur að Sörlastöðum þar sem er tekið á móti okkur með dýrindis mat og skemmtun! 

Verð í matinn er 2000kr, greitt á staðnum. Fljótandi veitingar verða til sölu en konum er frjálst að hafa með sér nesti. 

Athugið að það þarf að skrá sig í matinn í síma 849-6643 eða á netfang margretgt@hjalli.is
Skráning þarf að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 6. maí!

Skellum upp brillum með sól í hjarta og fjölkvennum í eina skemmtilegustu reið ársins!