fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvefpest í hrossum -

12. apríl 2010 kl. 15:24

Kvefpest í hrossum -

Vart hefur orðið við hósta eða einhvers konar kvefpest í hrossum hér á landi í vetur og hafði Eiðfaxi samband við Sigríði Björnsdóttur dýralækni til þess að afla frétta um málið.

„Ég hef verið að skoða þetta hér fyrir norðan í kjölfar þess að nokkur tilfelli komu í ljós hér norður á Hólum í síðustu viku. Líklega er þetta búið að liggja í loftinu eitthvað lengur en vart hefur orðið við tilfelli einnig á öðrum bæjum hér“.

Hvernig lýsir þessi kvefpest sér?
„Menn verða jafnvel fyrst varir við þetta þegar þeir eru að ríða hrossinu en er frá líður fer það að hósta inni í stíunni. Þessu fylgir nefrennsli og koma jafnvel stórar slummur frá sýktum hrossum.“

Hvenær telurðu að þetta hafi hafist?
„Sennilega einhvern tímann vel fyrir páska, þetta hefur sennilega hafist um svipað leiti sunnanlands og norðan.“

Hver er smitleiðin?
„Það er mikill þéttleiki í hrossum um allt núna, mikið haldið af mótum og menn eru að keyra hrossin á milli staða vegna þjálfunar og annarra erinda. Veikist hestur smitar hann fyrst nágranna sinn, eða þann hest sem er næstur honum í stíu, síðan gengur þetta koll af kolli. Ég ráðlegg fólki að vera ekki að flytja hross á milli  að óþörfu og alls ekki að fara af bæ með sýkt hross.“

Nú eru mót haldin liggur við annan hvern dag. Hvað segirðu þeim sem eru með smit í hesthúsinu en hafa hug á að fara með að því er virðist heilbrigðan hest á mót?
„Ekki hafa nein fararbönn verið sett á vegna þessa en eins og ég sagði áður vil ég bara leggja á það áherslu að ég ráðlegg fólki að vera ekki að fara með hross á milli séu smituð hross í hesthúsinu.

Ráðleggurðu einhverja meðferð?
„Nei, þetta jafnar sig á 1-2 vikum. Ég ráðlegg hins vegar hvíld á sýkt hross, þá fara þau léttar í gegnum þetta.“