sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kveðja ritstjóra -

2. janúar 2012 kl. 22:47

Kveðja ritstjóra -

Nú eru 5 ár liðin frá því að ég hóf störf sem ritstjóri Eiðfaxa....
Þessi skemmtilegu ár hafa þotið hjá og hefur það verið heiður fyrir mig  gegna hlutverki ritstjóra þessa merka tímarits sem fylgt hefur íslensku hestafólki svo lengi.
Nú læt ég af störfum sem ritstjóri og hlakka ég til þess að geta snúið mér að öðrum verkefnum, nýjum og  einnig spennandi verkefnum sem setið hafa á hakanum.
Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef unnið með þessi ár, bæði starfsfólki Eiðfaxa sem og öðrum sem ég hef haft samskipti við vegna starfs míns. Eins vil ég þakka öllum lesendum Eiðfaxa fyrir stuðninginn og áhugann á Eiðfaxa gamla. Að lokum óska ég Eiðfaxa og starfsfólki hans góðs gengis á ókomnum árum.
Trausti Þór Guðmundsson