þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kúnstin að kunna sér hóf

27. mars 2012 kl. 11:01

Kúnstin að kunna sér hóf

Nafn Gísla Gíslasonar, tamningamanns og hrossaræktanda á Þúfum í Skagafirði, vekur athygli á lista sómaknapa sem sýndu fjölda hrossa í kynbótadómi í fyrra án skráðra áverka. Listinn er birtur til að ýta undir góða reiðmennsku á kynbótasýningum, en Gísli sýndi 38 hross í kynbótadómi á síðasta ári án þess að nokkurt þeirra væri með ágrip eða aðra áverka. Gísli er tekinn tali í 2. tölublaði Eiðfaxa.

 
Þar segir Gísli m.a.  alltof marga gera þau mistök að ofbjóða tryppum með mikla getu. „Knapar eiga að kunna sér hóf þegar hestar eru efnilegir. Menn þurfa að geta setið á sér en vera ekki alltaf að taka út, því þá klárast hross löngu áður en þau ná að blómstra á eigin forsendum. Fyrir mér er ekkert mikilvægara en að gaman sé að ríða hestunum og því reyni ég að stilla tamningunni þannig upp að ekki komi tímabil þar sem tryppið verður kolómögulegt. Frekar fer ég aðeins hægar í hlutina og skauta þá framhjá löngum bindingsköflum eða öðrum álíka leiðindum. Reynslan hefur kennt mér að þetta kemur stig af stigi sé rétt staðið að málum, jafnvel þótt framfarir virðist hægar um tíma. Oftar en ekki fer svo að sjá til sólar í tamningunni þegar fer að vora, í aprílmánuði púslast saman hin hæga uppbygging, tryppið fer allt í einu að geta beitt sér af afli og er þá hugsanlega tilbúið til sýningar þokkalega sátt.“
 
Áskrifendur Eiðfaxa geta nú nálgast þetta fyrsta tölublað ársins í vefútgáfunni hér.
 
Þeir áskrifendur sem hafa ekki enn opnað fyrir sinn aðgang að rafræna blaðinu geta gert það hér.
Þegar skráningu er lokið eru áskrifendur beðnir um að senda notendanafnið á netfangið ingibjörg@eidfaxi.is. Þá mun hin heiðraða Ingibjörg opna fyrir aðgang að vefútgáfunni.
 
Hægt er að gerast áskrifandi að í Eiðfaxa í gegnum síma 588-2525 eða rafrænt hér.
 
Þeir sem kjósa frekar að kaupa blaðið í lausasölu get gert það hér í vefversluninni.