fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KS-deildinni lokið

25. apríl 2013 kl. 01:06

KS-deildinni lokið

Hekla Katharína Kristinsdóttir tryggði sér sigur í slaktaumatölti KS-deildarinnar fyrr í kvöld á Óðssyninum Vaka frá Hólum, en þau fóru fjallabaksleiðina og riðu sig upp úr B-úrslitunum og alla leið í fyrsta sæti. Í öðru sæti varð Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalæk sem áttu góða og jafna sýningu og í því þriðja varð Teitur Árnason á þaulreynda slaktaumatöltaranum Baldvin frá Stangarholti. Bjarni Jónasson og Roði frá Garði voru aðsópamiklir og lentu í fjórða sæti og Ísólfur Líndal Þórisson og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga ráku lestina í þetta skiptið.

Þórarinn Eymundsson og Bragur frá Bjarnastöðum fóru mikinn og áttu hraðasta tímann í skeiðinu, á 4,95 sekúndum og uppskáru þar með fyrsta sætið. Í öðru sæti varð Teitur Árnason á Óðssyninum Jökul frá Efri-Rauðalæk en þeir fóru á 5,04 sek. Í þriðja sæti, á 5,05 sek varð Bjarni Jónasson á enn öðrum Óðssyninum, Hrapp frá Sauðárkróki og í því fjórða var Ísólfur Líndal Þórisson á Korða frá Kanastöðum á 5,07 sek. Stöllurnar Mette Mannseth og Þúsöld frá Hólum fóru sprettinn á 5,12 sek og lentu því í fimmta sæti.

Leikar fóru svo þannig í kvöld að Ísólfur Líndal Þórisson sigraði einstaklingskeppni KS-deildarinnar árið 2013, með Bjarna Jónasson fast á hæla sér í öðru sæti og Þórarinn Eymundsson í því þriðja.

Hér að neðan eru A og B-úrslitin úr slaktaumatöltinu, ásamt fimm efstu í skeiðinu. Öll úrslit, ásamt heildarstigafjölda koma síðar.
 

Slaktaumatölt - úrslit

A - úrslit
1. Hekla Katharína Kristinsdóttir og Vaki frá Hólum - 7,96
2. Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalæk - 7,83
3. Teitur Árnason og Baldvin frá Stangarholti - 7,67
4. Bjarni Jónasson og Roði frá Garði - 7,63
5. Ísólfur Líndal Þórisson og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga - 7,46

B - úrslit
1. Hekla Katharína Kristinsdóttir og Vaki frá Hólum - 7,63
2. Mette Mannseth og Stjörnustæll frá Bakka - 7,33
3. Tryggvi Björnsson og Vá frá Höfðabakka - 7,29
4. Þorsteinn Björnsson og Björk frá Lækjarmóti - 7,25
5. Líney María Hjálmarsdóttir og Þytur frá Húsavík - 7,17


Skeið - úrslit

1. Þórarinn Eymundsson og Bragur frá Bjarnastöðum - 4,95
2. Teitur Árnason og Jökull frá Efri-Rauðalæk - 5,04
3. Bjarni Jónasson og Hrappur frá Sauðárkróki - 5,05
4. Ísólfur Líndal Þórisson og Korði frá Kanastöðum - 5,07
5. Mette Mannseth og Þúsöld frá Hólum - 5,12