þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KS deildin

10. mars 2017 kl. 08:20

Niðurstöður úr fimmgangi

Fimmgangskeppni KS-Deildarinnar fór fram í gærkvöldi. 

Eins og komið hefur fram þá voru 15 stóðhestar skráðir til leiks og stefndi því í mikla stóðhestaveislu en einnig voru spennandi hryssur skráðar.
Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri Leirárgörðum voru efstir eftir forkeppni með einkunina 7,03. 

Fimm stóðhestar mættu í a-úrslit. 
Þórarinn og Narri voru mjög öryggir, Narri jafnvígur á allar gangtegundir undir góðri stjórn Tóta og fékk hann 7 og yfir fyrir öll atriðin sem skilaði þeim nokkuð öruggum sigri 7,17. 
Helga Una og Stálasonurinn Örvar frá Gljúfri höfnuðu í öðru sæti en þau sýndu frábæra spretti á skeiði en þess má geta að Örvar er með 10,0 fyrir skeið í kynbótadómi. 


Mette og Karl frá Torfunesi enduðu í þriðja sæti. Karl frábær á tölti og sýndi einnig góða skeiðspretti. 


Finnbogi og Dynur vöktu verðskuldaða athygli í gær. Hesturinn góður á öllum gangtegundum og reiðmennska Finnboga til fyrirmyndar. 
Í úrslitum lenti Finnbogi í vandræðum með skeið sem kostaði þá sennilega eitt af efstu sætunum.

 
Flosi og Grámann áttu góða forkeppni en hnökrar í úrslitum sérstaklega á skeiði og stökki varð þeim að falli. Grámann var þó mjög góður á tölti og brokki. 

Það var lið Hrímnis sem sigraði liðakeppnina enn og aftur en þau koma mjög sterk til leiks!

A-úrslit
1.Þórarinn Eymundsson - Narri frá Vestri Leirárgörðum - 7,17
2.Helga Una Björnsdóttir - Örvar frá Gljúfri - 6,62
3.Mette Mannseth - Karl frá Torfunesi - 6,57
4.Finnbogi Bjarnason - Dynur frá Dalsmynni - 5,74
5.Flosi Ólafsson - Grámann frá Hofi - 4,60

B-úrslit
6. Bjarni Jónasson - Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli - 6,67
7.Ísólfur Líndal - Ganti frá Dalbæ - 6,64
8.Magnús Bragi Magnússon - Snillingur frá Íbishóli - 6,52
9.Elvar Einarsson - Roði frá Syðra-Skörðugili - 6,12
10.Líney María Hjálmarsdóttir - Léttir frá Þjóðólfshaga 3 - 6,10

Forkeppni
1.Þórarinn Eymundsson - Narri frá Vestri Leirárgörðum - 7,03
2.Mette Mannseth - Karl frá Torfunesi - 6,77
3.Finnbogi Bjarnason - Dynur frá Dalsmynni - 6,67
4.Flosi Ólafsson - Grámann frá Hofi - 6,63
5.Helga Una Björnsdóttir - Örvar frá Gljúfri - 6,57
6.Magnús Bragi Magnússon - Snillingur frá Íbishóli - 6,53
7.Bjarni Jónasson - Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli - 6,43
8.Ísólfur Líndal - Ganti frá Dalbæ - 6,40
9.Elvar Einarsson - Roði frá Syðra-Skörðugili - 6,30
10.Líney María Hjálmarsdóttir - Léttir frá Þjóðólfshaga 3 - 6,27
11.Pétur Örn Sveinsson - Hlekkur frá Saurbæ - 6,17
12.Gústaf Ásgeir Hinriksson - Glóey frá Flagbjarnarholti - 6,10
13.Sina Scholz - Nói frá Saurbæ - 6,03
14.Viðar Bragason - Bergsteinn frá Akureyri - 6,0
15.Barbara Wenzl - Mjöður frá Hofi - 5,93
16.Guðmundur Karl Tryggvason - Díva frá Steinnesi - 5,87
17.Svavar Örn Hreiðarsson - Flugar frá Akureyri - 5,57
18.Jóhann B. Magnússon - Mjölnir frá Bessastöðum - 5,40
19.Artemisia Bertus - Kiljan frá Þúfum - 5,40
20.Fanndís Viðarsdóttir - Vænting frá Hrafnagili - 5,10
21.Elvar Logi Friðriksson - Glitri frá Grafarkoti - 4,97

Liðakeppni
Hrímnir - 110
Hofstorfan/66°norður - 75
Draupnir/Þúfur - 70,5
Íbess/Top Reiter - 62
Team-Jötunn - 54,5
Lífland - 52,5
Mustad - 50,5

Einstaklingskeppni
Þórarinn Eymundsson - 44
Helga Una Björnsdóttir - 39
Elvar Einarsson - 31
Mette Mannseth - 31
Artimisia Bertus - 27,5
Finnbogi Bjarnason - 27
Gústaf Ásgeir Hinriksson - 27
Ísólfur Líndal - 25
Flosi Ólafsson - 24,5
Fanndís Viðarsdóttir - 24